Búið er að draga í fyrstu umferð í Sambandsdeild Evrópu. KA og Víkingur R. taka þátt í keppninni.
KA mætir Connah’s Quay Nomads FC frá Wales og Víkingur mætir Riga FC frá Lettlandi. Spilaðir eru tveir leikir í þessari fyrstu umferð, heima og að heiman.
KA byrjar á heimavelli, sem verður Fram völlur í þessari keppni og Víkingur byrjar á útivelli.
Leikirnir fara fram dagana 13. – 20. júlí.