Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson, segir að Stjarnan sé búið að selja Ísak Andra Sigurgeirsson til Norrköping í Svíþjóð.
Norrköping er mikið Íslendingalið en Arnór Sigurðsson er að fara frá félaginu og gæti Ísak tekið hans stöðu.
Ísak hefur átt góða spretti með Stjörnunni á þessu tímabili og fer nú í atvinnumennsku.
Hjá Norrköping eru Ari Freyr Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen.
Arnór Sigurðsson var besti leikmaður Norrköping en hann hefur ákveðið að fara annað og gæti verið á leið í enska fótboltann.
Ísak Andri Sigurgeirsson búinn að semja við Norrköping í Svíþjóð. Kem með verðmiðann fljótlega. pic.twitter.com/H2O4jzhZjz
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 20, 2023