Íslenska karlalandsliðið í flokki U21 árs vann sterkan sigur á Ungverjalandi í vináttuleik í dag.
Leikið var í Búdapest. Leikurinn var heldur jafn framan af enda mættu Ungverjar gríðarlega sterkir inn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu margar mjög góðar sóknir en þó var makalaust í hálfleik.
Það dró til tíðinda á 79. mínútu þegar leikmaður Ungverjalands fékk sitt annað gula spjald og varð því að fara af velli. Íslenska liðið nýtti sér vel að vera manni fleiri og var það Danijel Dejan Djuric sem kom Íslandi yfir í uppbótatíma með skallamarki.
Næsti leikur liðsins er við Finnland 7. september. Sá leikur er sá síðasti í undirbúningi fyrir undankeppni EM sem hefst 12. september.