Þekktur stjóri í ensku úrvalsdeildinni liggur undir grun fyrir að hafa nauðgað táningsstúlku.
Ensk blöð segja frá þessu en af lagalegum ástæðum geta blöðin ekki sagt frá nafni hans.
Knattspyrnustjórinn sem ensk blöð segja að stjórinn sé vel þekktur en meint nauðgun á að hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum.
Knattspyrnustjórinn mætti á lögreglustöð á mánudag og fór í yfirheyrslu ásamt lögmanni sínum.
Ásökunin er á borði lögreglu en á næstunni tekur lögregla ákvörðun um hvort rannsókn haldi áfram og ákæra verði gefin út.
„Hann er í áfalli yfir þessari ásökun og hafnar þessu alfarið,“ segir heimildarmaður enskra blaða.