Cristiano Ronaldo var léttur, ljúfur og kátur á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld.
Ísland tekur á móti Portúgal í undankeppni EM 2024 á morgun og má gera ráð fyrir ansi erfiðum leik fyrir Strákanna okkar.
Ronaldo leikur með Al-Nassr í Sádi-Arabíu í dag og á blaðamannafundinum var hann spurður af Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke frá Fótbolta.net hvern hann væri til í að fá til liðsins.
„Ef þú mættir fá hvaða leikmann sem er í heiminum til Al-Nassr, hvern myndirðu velja?“ spurði Sæbjörn.
„Þig!“ svaraði Ronaldo og allir skelltu upp úr.
Leikur liðanna hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
Journalist:
Which of the players in the world would you choose to play for Al Nassr?
Cristiano:
“I choose you.” 😂
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) June 19, 2023