Áhrifavaldurinn, IShowSpeed tókst loksins í gær að hitta Cristiano Ronaldo en hann hefur gert nokkrar tilraunir til þess.
IShowSpeed mætti á tvo Manchester United leiki síðasta vetur en í hvorugt skiptið var Ronaldo með.
IShowSpeed mætti á leik Portúgals og Bosníu í gær þar sem Ronaldo virtist vita af komu hans.
Eftir leik kom Ronaldo til IShowSpeed sem er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram og eina vinsælustu Youtube rás í heimi.
Viðbrögð IShowSpeed segja sína sögu og eru hér að neðan.