Liverpool og Manchester United hafa bæði áhuga á Ryan Gravenberch hjá Bayern Munchen.
Kappinn gekk í raðir félagsins frá Ajax í fyrra en hefur ekki tekist að festa sig í sessi. Hann gæti því verið á förum.
Mirror segir frá því að Liverpool leiði kapphlaupið um að fá miðjumanninn í sumar. Félagið leitar að frekari styrkingu á miðsvæðið eftir að Alexis MacAllister mætti á dögunum.
United ætlar þó ekki að gefa neitt eftir í baráttunni.
Gravenberch spilaði 24 leiki í Bundesliga á síðustu leiktíð en kom nær alltaf inn af bekknum.