Andoni Iraola er nýr knattspyrnustjóri Bournemouth en hann stýrði áður Rayo Vallecano.
Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar en hann lék lengst af á sínum ferli með Athletic Bilbao.
Iraola tekur við af Gary O´Neill sem rekinn var óvænt úr starfi í dag.
Bournemouth hélt sér óvænt uppi í ensku úrvalsdeildinni en Gary O’Neil tók við í upphafi tímabils.
Bournemouth hefur hins vegar fundið annan stjóra og Iraola fær það verkefni að halda Bournemouth aftur uppi.