Bournemouth hefur mjög óvænt rekið Gary O’Neil úr starfi eftir gott gengi á liðnu tímabili.
Bournemouth hélt sér óvænt uppi í ensku úrvalsdeildinni en Gary O’Neil tók við í upphafi tímabils.
Bournemouth hefur hins vegar fundið annan stjóra og verður hann kynntur innan tíðar.
Tímasetningin á brottrekstri Gary O’Neil vekur athygli en tæpur mánuður er frá því að deildin kláraðist.
Graham Potter er mest orðaður við starfið en búist er við að stjórinn nýi verði kynntur í dag.