Margir eru reiðir yfir því hvernig Chelsea ætlar að fara að því að laga bókhaldið hjá sér í sumar. Félagið virðist ætla að selja leikmenn til Sádí Arabíu til að laga bókhaldið.
Eftir að hafa eytt 600 milljónum punda í leikmenn á síðasta tímabili þarf Chelsea að selja leikmenn.
N´Golo Kante er mættur til Sádí Arabíu og þangað eru Hakim Ziyech, Edouard Mendy og Kalidou Koulibaly líka að fara. Chelsea fær vel borgað fyrir þá þrjá.
Vonir standa til um að Pierre-Emerick Aubameyang fari einnig til Sádí Arabíu og fleiri gætu einnig farið sömu leið.
PIF sem er fjárfestingarsjóður Sádí Arabíu á fjögur stærstu félögin í landinu sem eru að kaupa þessa leikmenn Chelsea.
PIF á einnig 80 prósent hlut í Newcastle. En svo er það tenging PIF við Chelsea því PIF er einnig mjög stór hluthafi í Clearlake Capital sem fjárfestingarsjóður.
Clearlake Capital er stór hluthafi í Chelsea og telja því margir þessar tengingar óeðlilegar.