Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands telur sig eiga möguleika á að spila gegn Portúgal á morgun en það er óvíst.
„Það var áfall að missa Aron rétt fyrir leik,“ sagði Age Hareide á fréttamannafundi í dag en Aron varð að hætta við þáttöku í leiknum eftir upphitun.
Meiðsli í nára hafa plagað Aron Einar undanfarna daga og nú er óvíst hvort hann geti spilað á morgun.
„Ég er tæpur, við erum að taka þetta dag frá degi í rauninni,“ sagði Aron Einar.
„Ég er betri í dag en ég var í gær en við þurfum að taka stöðuna á morgun. Við komum vel gíraðir inn í leikinn en misstum tökin í seinni,“ segir Aron.