Stórundarlegt atvik átti sér stað í gær er Bosnía og Portúgal áttust við í undankeppni EM.
Portúgal fagnaði öruggum 3-0 heimasigri þar sem Bruno Fernandes var allt í öllu og skoraði tvö og lagði upp eitt mark.
Eftir leik þá hljóp óboðinn gestur inn á völlinn og ákvað að lyfta stórstjörnunni Cristiano Ronaldo.
Ronaldo tók sjálfur ekki illa í atvikið sem náðist á mynd og hefur vakið athygli á samskiptamiðlum.
Atvikið má sjá hér.
A pitch invader with Ronaldo. 😍😂pic.twitter.com/PBwkxcV3tP
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) June 17, 2023