Romelu Lukaku er orðinn gríðarlega þreyttur á stöðu sinni hjá Chelsea og heimtar svör frá félaginu sem fyrst.
Lukaku hafnaði nýlega tilboði frá Sádí Arabíu en hann vill halda ferli sínum áfram hjá Inter Milan.
Lukaku lék með Inter í láni frá Chelsea á síðustu leiktíð en liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tapaði þar gegn Manchester City.
Belginn grátbiður Chelsea um að lána sig aftur til Inter en hann vill ekki spila á Englandi og heldur ekki elta peningana til Sádí Arabíu.
Chelsea hefur hikað við að senda Lukaku aftur til Inter og er að skoða það að nota hann á næstu leiktíð.