Weston McKennie, leikmaður bandaríska landsliðsins, hefur hafnað tæplega tveimur milljónum króna fyrir treyju sem hann lék í gegn Mexíkó á dögunum.
Það varð allt vitlaust Í þessum leik en McKennie fékk rautt spjald sem og Cesar Montes hjá Mexíkó er slagsmál brutust út í seinni hálfleik.
Samkvæmt blaðamanninum Steven Goff hjá the Washington Post var McKennie boðið 10 þúsund pund fyrir treyjuna úr leiknum sem var ónýt og rifin eftir lokaflautið.
McKennie hafnaði því boði og vildi sjálfur halda treyjunni en Bandaríkin höfðu betur að lokum, 2-0.
McKennie vill muna eftir þessari stund og þessum leik en treyjan var í rústum eftir slagsmálin sem brutust út.