Eins furðulega og það kann að hljóma þá er miðjumaðurinn öflugi Ruben Neves á leið til Sádí Arabíu.
Neves hefur verið gríðarlega eftirsóttur í dágóðan tíma en hann kom til Wolves fyrir sex árum.
Portúgalinn lék vel yfir 200 leiki fyrir Wolves og hafa stærri lið á Englandi sýnt honum áhuga.
Peningarnir tala þó sínu máli og er Neves að ganga í raðir Al Hilal í Sádí Arabíu.
Wolves mun fá 47 milljónir punda fyrir Neves sem er einnig á óskalista Barcelona.