Knattspyrnuaðdáendur fengu heldur betur slæmar fréttir í gær en ljóst er að goðsögnin Martin Tyler hefur yfirgefið Sky Sports.
Tyler hefur séð um að lýsa leikjum á Sky í mörg, mörtg ár en hann er 77 ára gamall og hefur verið þar síðan 1990.
Sky er að breyta til í höfuðstöðvum sínum og hafa margir blaðamenn sem og sérfræðingar verið látnir fara.
Tyler er nafn sem margir kannast við en hann var einnig rödd tölvuleiksins ‘FIFA’ um langt skeið.
Tyler mun ekki sjá um að lýsa leikjum á Sky á næstu leiktíð en útlit er fyrir að hann sé að segja skilið við boltann fyrir fullt og allt.
Hann var gríðarlega vinsæll á meðal margra og er enn þann dag í dag en Sky hefur ákveðið að finna nýjan mann til að leiða lýsinguna næstu árin.