Dejan Kulusevski er endanlega genginn í raðir Tottenham og kemur til félagsins frá Juventus.
Þetta staðfesti félagið í gær en Svíinn skrifar undir samning sem gildir til ársins 2028.
Kulusevski er 23 ára gamall en hann var upphaflega lánaður til Tottenham í janúarglugganum 2022.
Hann spilaði svo áfram fyrir félagið á þessu tímabili hefur samtals leikið 57 leiki fyrir félagið.
Ange Postecoglou er tekinn við Tottenham og er Kulusevski fyrsti leikmaðurinn sem er keyptur til félagsins undir hans stjórn.