Maður að nafni Roy Massey gerði gríðarleg mistök á sínum tíma er hann lét sóknarmanninn Harry Kane fara frá Arsenal.
Kane var sagt að fara frá Arsenal er hann var aðeins 11 eða 12 ára gamall og samdi svo við Tottenham um þremur árum seinna.
Kane gæti verið að spila fyrir Arsenal í dag en hann er einn besti ef ekki besti sóknarmaður heims.
Massey viðurkennir að hann hafi gert mistök hjá Arsenal á þessum tíma en fáir sáu fyrir sér að Kane yrði sú stjarna sem hann er í dag.
,,Að láta Harry Kane fara… Við sjáum ekki framtíðina. Ef það væri staðan þá myndu öll ungstirni ná árangri hjá okkur,“ sagði Massey.
,,Harry var skemmtilegur ungur leikmaður. Hann var mjög feiminn og við töldum að hann væri ekki með það sem þyrfti til að verða atvinnumaður og það voru risastór mistök.“
,.,Hann var látinn fara 11 eða 12 ára að aldri, hann spilaði sunnudagsbolta í kjölfarið og ekkert lið snerti hann næstu þrjú árin.“
,,Það var bara þegar hann var 15 ára gamall er hann fór til Tottenham og náði augljóslega frábærum árangri þar.“