Steven Caulker, fyrrum leikmaður Liverpool og QPR, hefur tjáð sig um eigin reynslu af því að stunda fjárhættuspil.
Caulker er enn aðeins 31 árs gamall í dag en hann leikur með Wigan og á að baki einn landsleik fyrir England.
Ferill Caulker fór niður á við eftir að hafa samið við QPR árið 2014 og frá 2017 hefur hann leikið fyrir átta mismunandi félög.
Spilavítin höfðu mikið að gera með það en Caulker var með hugann utan vallar og var duglegur að vaka á nóttunni og eyða peningum í vitleysu.
,,Þetta kvöld þá ákvað ég að fara í fimm mismunandi spilavíti og það kostaði mig 250 þúsund pund. Degi seinna áttum við að spila við Arsenal,“ sagði Caulker.
,,Við spiluðum við Arsenal en ég er ekki viss hver staðan var. Við töpuðum 2-1 eða við gerðum jafntefli, eitthvað af þessu.“
,,Næsta dag þá heyrir Les Ferdinand [þáverandi yfirmaður knattspyrnumála félagsins] í mér og kallar mig inn á skrifstofu. Hann sagði mér að spilavítin hefðu hringt í félagið.“
,,Hann var agndofa yfir því hvernig ég gæti eytt þessum peningum degi fyrir leik. Ég var vanur þessu, ég var í raun dofinn.“