Það eru svo sannarlega ekki allir sem eru tilbúnir að enda ferilinn í Sádí Arabíu þar sem peningarnir eru þessa dagana.
Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur hafnað því að fá 200 milljónir evra yfir þrjú ár til að ganga í raðir Al-Hilal þar í landi.
Gianluca Di Marzio greinir frá en stjörnur eru nú að leita til Sádí Arabíu fyrir þykkan launatékka og má nefna leikmenn eins og Cristiano Ronaldo og Karim Benzema.
Hinn 37 ára gamli Modric hefur þó hafnað því að ganga í raðir Al-Hilal og ætlar að halda áfram keppni á Spáni.
Modric myndi fá mun betur borgað í Sádí Arabíu en á Spáni en hann hefur þó engan áhuga á að spila í deild þar sem gæðin eru á mun lægra stigi.