Skotland kom heldur betur á óvart í undankeppni EM í dag er liðið spilaði við Noreg í riðlakeppninni.
Skotland lenti undir í þessum leik en Erling Haaland skoraði fyrir Noreg eftir 61 mínútu úr vítaspyrnu.
Útlitið var bjart fyrir heimamenn alveg þar til á 87. mínútu er Skotar jöfnuðu með marki frá Lyndon Dykes.
Jafntefli hefðu verið svekkjandi úrslit fyrir Norðmenn og hvað þá tap sem varð raunin að lokum.
Kenny McLean skoraði sigurmark Skotlands tveimur mínútum seinna og eru Skotar nú með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki.
Einnig í dag áttust við Lúxemborg og Liechtenstein sem leika í riðli Íslands en þeim leik lauk með 2-0 sigri þess fyrrnefnda.