Leon Goretzka, leikmaður Bayern Munchen, hefur verið orðaður við Manchester United undanfarna daga.
Goretzka er gríðarlega öflugur miðjumaður en hann fékk spurningu frá Sport1 í gær og var þá spurður út í eigin framtíð.
Útlit er fyrir að Goretzka hafi engan áhuga á að færa sig til Englands og mun halda sig hjá Bayern.
,,Ég er ekki með neitt annað planað en að halda áfram hjá Bayern. Við erum með stór markmið fyrir næstu leiktíð,„ sagði Goretzka.
Þessi 28 ára gamli leikmaður var sagður vilja nýja áskorun en þær fréttir virðast ekki vera sannar.