fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Rúrik og Kári mjög sammála eftir leik: Súr og skrítin tilfinning – ,,Við verðum að bíta í það súra“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason og Kári Árnason, sérfræðingar Viaplay, ræddu leik Íslands og Slóvakíu í kvöld eftir lokaflautið.

Um er að ræða tvo fyrrverandi landsliðsmenn en þeir voru staddir á Laugardalsvelli í leiknum í undankeppni EM í kvöld.

Ísland spilaði heilt yfir nokkuð vel en tapaði að lokum 2-1 sem gæti reynst afskaplega dýrt að lokum.

,,Þetta er mjög skrítin tilfinning sem maður er með hérna, þetta var að flestu leiti frábær frammistaða. Þetta var ótrúlega, ótrúlega súrt,“ sagði Rúrik eftir leik.

Kári bætti svo við: ,,Svona leikir, þetta er oft momentum, þú þarft stór moment til að breyta momentinu og þeir voru með allt momentum frá 55. mínútu á meðan við vorum með allt momentum í fyrri hálfleik þó þeir hafi hugsanlega skapað sér einhver færi þá vorum við betri aðilinn.“

Rúrik svarar: ,,Miðað við tempóið og ákveðnina í fyrri hálfleik þá er kannski ekkert óeðlilegt að við föllum aðeins niður og þeir séu meira með boltann í seinni hálfleik.“

Fyrra mark Slóvakíu var svo rætt þar sem Alfons Sampsted gaf innkast beint í lappirnar á leikmanni Slóvakíu og úr varð mark.

,,Þetta er ódýrt. Hann kastar beint í lappirnar á móthetja og ég myndi segja að það sé ástæða fyrir því að við höfum verið að beita þessum löngu innköstum. Við höfum alltaf forðast að taka of miklar áhyggjur.“

,,Ekki gera of mörg mistök, það eru mistök sem kosta okkur þennan leik og við verðum að bíta í það súra,“ bætir Kári svo við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
433Sport
Í gær

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
Sport
Í gær

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu