Rúrik Gíslason og Kári Árnason, sérfræðingar Viaplay, ræddu leik Íslands og Slóvakíu í kvöld eftir lokaflautið.
Um er að ræða tvo fyrrverandi landsliðsmenn en þeir voru staddir á Laugardalsvelli í leiknum í undankeppni EM í kvöld.
Ísland spilaði heilt yfir nokkuð vel en tapaði að lokum 2-1 sem gæti reynst afskaplega dýrt að lokum.
,,Þetta er mjög skrítin tilfinning sem maður er með hérna, þetta var að flestu leiti frábær frammistaða. Þetta var ótrúlega, ótrúlega súrt,“ sagði Rúrik eftir leik.
Kári bætti svo við: ,,Svona leikir, þetta er oft momentum, þú þarft stór moment til að breyta momentinu og þeir voru með allt momentum frá 55. mínútu á meðan við vorum með allt momentum í fyrri hálfleik þó þeir hafi hugsanlega skapað sér einhver færi þá vorum við betri aðilinn.“
Rúrik svarar: ,,Miðað við tempóið og ákveðnina í fyrri hálfleik þá er kannski ekkert óeðlilegt að við föllum aðeins niður og þeir séu meira með boltann í seinni hálfleik.“
Fyrra mark Slóvakíu var svo rætt þar sem Alfons Sampsted gaf innkast beint í lappirnar á leikmanni Slóvakíu og úr varð mark.
,,Þetta er ódýrt. Hann kastar beint í lappirnar á móthetja og ég myndi segja að það sé ástæða fyrir því að við höfum verið að beita þessum löngu innköstum. Við höfum alltaf forðast að taka of miklar áhyggjur.“
,,Ekki gera of mörg mistök, það eru mistök sem kosta okkur þennan leik og við verðum að bíta í það súra,“ bætir Kári svo við.