Eins og flestir vita þá tapaði íslenska landsliðið mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld.
Um var að ræða leik við Slóvakíu en gestirnir höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu á Laugardalsvelli.
Ísland er því aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki eftir sigur gegn Liechtenstein og tap gegn Bosníu.
Portúgal er næsti andstæðingur Íslands en þeir spiluðu gegn Bosníu á heimavelli sínum í kvöld.
Þar var um öruggan sigur að ræða en Bruno Fernandes var allt í öllu og skoraði tvennu og lagði þá upp eitt mark.
Portúgal mætir á Laugardalsvöll eftir þrjá daga í leik þar sem þeir íslensku þurfa á stigum að halda.