Það gæti vel verið að önnur goðsögn sé að kveðja Sky Sports á stuttum tíma en nýlega kvaddi Jeff Stelling sjónvarpsstöðina.
Sky Sports er gríðarlega vinsæl stöð og sér um að sýna ensku úrvalsdeildina á Englandi og hefur gert í mörg ár.
Nú er útlit fyrir að hinn goðsagnarkenndi Geoff Shreeves gæti verið á förum en hann hefur verið beðinn um að taka á sig mikla launalækkun.
Sex af 13 blaðamönnum Sky hafa fengið sparkið nýlega en stöðin vill halda Shreeves ef hann tekur á sig lækkunina.
Shreeves ku sjálfur vera að skoða í kringum sig en hann hefur lengi séð um að ræða við bæði leikmenn og þjálfara beint eftir leiki.
Shreeves hefur unnið við starfið undanfarin 31 ár en hann var fyrst ráðinn inn árið 1992.