Tvíburasynir goðsagnar Manchester United eru nú á leið til félagsins og munu spila þar í akademínunni.
Frá þessu greinir the Daily Mail en um er að ræða þá Jack og Tyler Fletcher sem eru frá Skotlandi.
Faðir þeirra er enginn annar en Darren Fletcher sem lék yfir 300 leiki fyrir Man Utd á sínum tíma. Hann starfar í dag á bakvið tjöldin hjá félaginu.
Tyler og Jack eru báðir leikmenn U16 landsliðs Skotlands en hafa verið á mála hjá erkifjendunum í Manchester City.
Man Utd er nú að tryggja sér þjónustu leikmannana og verða skiptin væntanlega kynnt á næstu dögum.