Kyle Walker er á förum frá Manchester City og mun í fyrsta sinn á sínum ferli leika í öðru landi en Englandi.
Þetta fullyrðir the Athletic en Walker er að skrifa undir samning við stórlið Bayern Munchen.
Walker hefur leikið með Man City undanfarin sex ár en hann gerði það gott með Tottenham fyrir þá dvöl.
Walker á aðeins ár eftir af samningi sínum við Man City og er félagið reiðubúið að hleypa honum burt í sumar.
Walker er orðinn 33 ára gamall en hann var á bekknum er Man City vann Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.