Chelsea er að fá inn enn einn sóknarmanninn en maður að nafni Nicolas Jackson er að koma til félagsins.
Jackson er 21 árs gamall og vakti athygli með Villarreal á Spáni á síðustu leiktíð.
Það er kaupákvæði í samningi Jackson upp á 35 milljónir evra og hefur Chelsea ákveðið að nýta sér það.
David Ornstein hjá the Athletic greinir frá en Jackson á eftir að ræða við enska félagið um eigin kaup og kjör.
Jackson skoraði níu mörk í síðustu átta leikjum sínum með Villarreal á síðustu leiktíð og er Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, afar hrifinn af honum.