Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Hjálmar er mikill fótboltaáhugamaður og fer reglulega á leiki erlendis með sínu liði í enska boltanum, Tottenham.
„Menn eru oft að fara á leiki og reyna að sjá sem mest. En ég segi að menn eigi að sitja með heimamönnum en við hliðina á stuðningsmönnum gestanna. Þá færðu allt í æð,“ segir Hjálmar.
Hann mælir með að fólk prófi að fara á leik sem stuðningsmaður gestaliðsins. Hann segir frá því þegar hann fór sem stuðningsmaður Tottenham á útileik gegn erkifjendunum í Arsenal.
„Ég fór á Arsenal-Tottenham. Það var lögreglufylgd inn á völlinn, lögreglufylgd út af honum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.