Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hrósar íslenska leikmannahópnum fyrir það hvernig þeir tóku utan um Guðlaug Victor Pálsson og hjálpuðu honum í gegnum erfiða tíma.
Kom það fram fyrir leik að fósturfaðir Guðlaugs hefði látið lífið fyrir 48 klukkustundum. Þrátt fyrir það gríðarlega áfall var Guðlaugur í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu í kvöld.
„Hann er góður karakter, allir strákarnir hafa verið daprir vegna þeirra frétta sem Guðlaugur fékk,“ sagði Hareide eftir tapið gegn Slóvakíu í kvöld.
Hareide segir að leikmennirnir hafi staðið þétt við bak Guðlaugs á mjög erfiðum tímum. „Leikmennirnir hafa hugsað vel um hann, ég vona að fótboltinn hafi hjálpað honum að dreyfa huganum. Hann gerði vel þegar hann fór upp á miðsvæðið rétt fyrir leik, hann spilaði vel,“ sagði Hareide.
Móðir Guðlaugs Victors lést undir lok árs 2020 en Guðlaugur leikur með DC United í Bandaríkjunum. Guðlaugur er 32 ára gamall.