Eins fáránlegt og það gæti hljómað þá er sóknarmaðurinn Joselu á leið til spænska stórliðsins Real Madrid.
Eins ágætur og þessi framherji er þá hefur hann spilað með bæði Stoke og Newcastle á Englandi og sýndi þar afskaplega lítið.
Joselu hefur undanfarið verið að sýna eigin gæði og skoraði 16 mörk fyrir Espanyol á síðustu leiktíð sem féll úr efstu deild.
Real ætlar að nýta sér það og fá til sín Joselu en hann gæti fyllt skarð Karim Benzema sem fór til Sádí Arabíu.
Það eru þó ekki miklar líkur á að Joselu verði aðal framherji Real á næsta tímabili en liðið horfir einnig til Kylian Mbappe og Harry Kane.
Joselu lék alls 79 leiki fyrir Newcastle og Stoke en skoraði aðeins 11 mörk í þeim leikjum.