„Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og hefðum getað klárað leikinn þar,“ sagði Albert Guðmundsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Slóvakíu í kvöld.
Eftir árs fjarveru frá landsliðinu snéri Albert aftur á völlinn í kvöld í fyrsta leik Age Hareide.
Albert hafði ekki verið í hópnum í verkefnum á undan eftir að honum og Arnari Þór Viðarssyni lenti saman, Albert spilaði leikinn og fékk góð færi til þess að skora. „Þetta var stöngin út í dag,“ sagði Albert.
Hann segist alltaf klár í að berjast og leggja sig fram þegar hann fer í bláu treyjuna.
„Eins og alltaf heiður að spila fyrir landsliðið og ég er alltaf klár í að leggja allt í sölurnar þegar ég er í þessari treyju. Gaman að koma aftur.“
„Ég er svekktur að hafa ekki skorað.“