fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Alfreð eftir markið á Laugardalsvelli: ,,Mikil gleði sem braust út“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 gegn Slóvakíu í kvöld í þriðja leik sínum í riðlakeppni undankeppnis EM.

Tapið var mjög svekkjandi en næsta verkefni verður enn erfiðara gegn engum öðrum en Portúgal.

Ísland er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki en tapið í kvöld var mjög svekkjandi og mögulega ósanngjarnt.

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, ræddi við blaðamenn eftir tapið en hann gerði eina mark Íslands í tapinu.

,,Við getum gert út um leikinn í fyrri hálfleik, við fáum 3-5 sénsa til að búa til færi en það vantar lokasendinguna. Það er svekkjandi í svona leik,“ sagði Alfreð.

,,Þetta var gríðarlega opið í fyrri hálfleik, þeir gáfu okkur boltann á hættulegum svæðum og í svona leikjum sem eru svona jafnir sem ráðast yfirleitt á einu marki þá verðum við að gera betur í svona stöðum.“

,,Við vildum byrja af krafti og við gerðum það en það tekur á að pressa þá svona hátt. Við byrjuðum allt í lagi í seinni hálfleik við fundum ágætis stöður en fórum svo aftar og aftar á völlinn. Því miður kemur svo þetta skrípamark en maður þarf að vera í teig andstæðingsins til að skora mörkin.“

Alfreð ræddi svo þá tilfinningu að skora á Laugardalsvelli eftir talsvert langan tíma.

,,Tilfinningin var mjög skemmtileg og sérstök, ég viðurkenni það. Maður hefur beðið eftir þessu mómenti lengi og það var mikil gleði sem braust út en það var leiðinlegt að geta ekki fylgt því eftir að geta ekki fengið þrjú stig í þokkabót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
433Sport
Í gær

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
Sport
Í gær

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu