Manchester United hefur staðfest að sjö leikmenn fari frá félaginu nú 30 júní þegar samningar þeirra eru á enda.
Phil Jones og Axel Tuanzebe hafa báðir staðfest að þeir væru á förum og félagið gerir það líka.
Ethan Galbraith og Di’Shon Bernard fara báðir en þeir hafa erið nálægt aðalliði félagsins.
Hinir ungu Eric Hanbury, Charlie Wellens og Manni Norket fara svo allir.
Félagið staðfestir að Tom Heaton verði áfram og að viðræður við David de Gea um nýjan samning haldi áfram.