Umbooðsmaður Mohamed Salah hefur svarað kjaftasögum sem voru á kreiki um leikmanninn.
Það fóru af stað fréttir um að Salah hafi hitt forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al Khelaifi og rætt hugsanleg skipti Egyptans til félagsins.
Salah gerði nýjan þriggja ára samning við Liverpool í fyrra og átti flott tímabil.
Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Salah, svaraði fréttunum á Twitter.
„Nei, það gerði hann ekki,“ skrifaði hann við frétt um hitting forseta PSG og Salah.
Það er útlit fyrir að Salah haldi í sitt sjöunda tímabil með Liverpool í lok sumars.
No, he did not. That’s the short story.
— Ramy Abbas Issa (@RamyCol) June 15, 2023