Landsliðsþjálfarinn Age Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir komandi leik karlalandsliðsins gegn Slóvakíu á morgun.
Leikurinn er liður í undankeppni EM 2024 og er afar mikilvægur.
Hareide var í dag spurður að því við hverju hann byggist af liði Slóvaka.
„Þetta er 4-3-3 lið, þeir geta pressað hátt og farið lágt. Þeir reyna að pressa í þremur línum, þeir hafa mikil gæði,“ sagði Hareide.
„Þetta er klasískt lið frá Austur-Evrópu, þeir eru mikið í maður á mann vörn, það eru svæði til að spila fótbolta.“
Slóvakía gerði óvænt jafntefli í fyrsta leik riðilsins gegn Lúxemborg en vann svo sterkan 2-0 sigur á Bosníu, sem vann einmitt Ísland í fyrstu umferð.
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
Enn eru miðar til sölu hér.