fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Þetta er það sem má búast við af slóvakíska landsliðinu annað kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2023 19:30

Marek Hamsik var óvænt kallaður í landsliðshópinn nýlega. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir komandi leik karlalandsliðsins gegn Slóvakíu á morgun.

Leikurinn er liður í undankeppni EM 2024 og er afar mikilvægur.

Hareide var í dag spurður að því við hverju hann byggist af liði Slóvaka.

„Þetta er 4-3-3 lið, þeir geta pressað hátt og farið lágt. Þeir reyna að pressa í þremur línum, þeir hafa mikil gæði,“ sagði Hareide.

„Þetta er klasískt lið frá Austur-Evrópu, þeir eru mikið í maður á mann vörn, það eru svæði til að spila fótbolta.“

Slóvakía gerði óvænt jafntefli í fyrsta leik riðilsins gegn Lúxemborg en vann svo sterkan 2-0 sigur á Bosníu, sem vann einmitt Ísland í fyrstu umferð.

Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld.

Enn eru miðar til sölu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur