Það var svakalegt fjör í Lengjudeild karla í kvöld þegar þrír leikir fóru fram.
Afturelding fór aftur á toppinn með sigri gegn Njarðvík en liðið setti upp flugeldasýningu í Mosfellsbænum í kvöld.
Arnór Gauti Ragnarsson fór gjörsamlega á kostum í kvöld og gerði fjögur mörk í 7-2 sigri heimamanna. Það er óhætt að segja að lærisveinar Magnúsar Más Einarssonar séu að heilla það sem af er tímabili.
ÍA gerði vel og kom til baka úr erfiðri stöðu gegn Þrótti R. Skagamenn voru lentir 1-3 undir en unnu að lokum 6-3. Viktor Jónsson gerði þrennu í leiknum.
Þór vann þá Selfoss. Alexander Már Þorláksson kom þeim í 2-0 en Gonzalo Zamorano minnkaði muninn fyrir Selfyssinga. Guðmundur Tyrfingsson gat jafnað fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks en hann klikkaði úr vítaspyrnu.
Afturelding 7-2 Njarðvík
0-1 Rafael Victor
1-1 Marc McAusland (Sjálfsmark)
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson
3-1 Arnór Gauti Ragnarsson
3-2 Oumar Diouck
4-2 Arnór Gauti Ragnarsson
5-2 Arnór Gauti Ragnarsson
6-2 Oliver Jensen
7-2 Elmar Kári Enesson Gogic
ÍA 6-3 Þróttur
1-0 Viktor Jónsson
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson
1-2 Aron Snær Ingason
1-3 Ágúst Karel Magnússon
2-3 Arnleifur Hjörleifsson
3-3 Hlynur Sævar Jónsson
4-3 Viktor Jónsson
5-3 Arnór Smárason
6-3 Viktor Jónsson
Þór 2-1 Selfoss
1-0 Alexander Már Þorláksson
2-0 Alexander Már Þorláksson
2-1 Gonzalo Zamorano