Age Hareide segir stemninguna í íslenska landsliðshópnum afar góða fyrir komandi leik gegn Slóvakíu annað kvöld.
Landsliðsþjálfarinn var að fara í gegnum sína fyrstu formlegu æfingaviku með liðinu. Framundan eru leikir gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.
„Við höfum verið saman í næstum tvær vikur núna og átt góðar æfingar. Það er goð orka í liðinu,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í Laugardal í dag.
„Við erum með góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum. Þeir eldri hafa gert þetta áður og það er mikilvægt að hafa þá til að sýna þeim yngri hvernig á að gera þetta á efsta stigi.
Ég hlakka mjög til leiksins á morgun. Auðvitað væri gaman að fá fullan völl.“
Hareide er afar ánægður með andann í leikmannahópnum.
„Það er góð stemning í hópnum og leikmenn eru meira eins og vinir.“
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld.