Nýjasti þáttur Íþróttavikunnar er kominn út og má horfa á hann í spilaranum.
Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Þar var farið yfir allt það helsta úr íþróttaheiminum og íslenska karlalandsliðið fékk að sjálfsögðu sitt pláss.