Age Hareide fyrrum landsliðsþjálfari Íslands var í viðtali hjá Viaplay í gær en sá sem spurði spurninga var Lars Lagerback fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Lagerback er mættur til landsins til að starfa í kringum landsleikina hjá Viaplay.
Lagerback var ekki að gefa ráð til Hareide áður en viðtalið byrjaði. „Hann gerði það ekki, Hann elskar ísland og styður Ísland,“ sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins á morgun en Hareide og Lagerback hafa lengi verið vinir.
„Ég hef þekkt hann í 25 ár, hann var með U16 hjá Svíþjóð þegar ég var með U16 hjá Noregi. Við höfum keppt við hvorn annan lengi, ég talaði við hann áður en ég tók starfið,“ sagði Hareide og orð Lagerback um Ísland voru falleg.
„Hann sagði að bestu dagar hans í þjálfun hefðu líklega verið með Ísland, Lars er kröfuharður. Hann er góður maður og góður kollegi.“