Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur Dr. Football segir að Breiðablik vilji fá Mathias Rosenørn markvörð Keflavíkur.
Rosenørn er frá Danmörku og er sagður mjög öflugur í löppunum. Hann myndi veita Antoni Ara Einarssyni mikla samkeppni.
„Ég heyrði það að þeir væru að skoða hann fyrir næsta tímabil, hvort hann fari í samkeppni við Anton eða hvað,“ segir Hrafnkell
„Ég hef séð hann í sumar og finnst hann hörku keeper, geggjaður í löppunum og getur varið. Smá lítill en ég held að hann henti Blikum vel.“
Albert Brynjar Ingason segir að hæðin á Rosenørn sé smá áhyggjuefni. „Hann er betri í löppunum en Anton,“ segir
Mathias kom til Keflavíkur fyrir tímabilið og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í neðsta liði deildarinnar.