Manchester City ætlar ekki að standa í vegi fyrir Bernardo Silva muni hann láta vita að hannv ilji fara.
City segir við enska miðla að leikmaðurinn þurfi að biðja um að fara og að raunhæft tilboð þurfi að koma fram.
PSG hefur gríðarlegan áhuga á að kaupa hann en Barcelona hefur einnig mikinn áhuga.
PSG er sagt byrjað að ræða við Bernardo og hans fólk til að ná samkomulagi áður en PSG fer í viðræður við City.
Bernardo er sagður vilja fara frá City í nýja áskorun en um það hefur verið rætt síðustu tvö ár.