David Beckham, eigandi Inter Miami hefur samþykkt tilboð frá Brentford í son sinn, Romeo Beckham.
Romeo var lánaður frá Inter Miami til Brentford í janúar og hefur nú verið keyptur.
Segir í enskum miðlum að Brentford borgi aðeins smáaura fyrir Romeo sem er tvítugur.
Hann heldur áfram að vera í varaliði Brentford en Romeo fær ekki tækifæri til að æfa með Lionel Messi sem er að koma til Inter Miami.
Romeo er einn af þremur sonum David Beckham en hann er sá eini sem hefur reynt að feta í fótspor pabba síns í fótboltanum.