Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir Strákanna okkar finna fyrir meðbyr hjá þjóðinni fyrir komandi landsleiki.
Ísland mætir Slóvakíu annað kvöld og Portúgal þremur dögum síðar í undankeppni EM 2024. Fyrri leikurinn er sérstaklega mikilvægur.
„Við finnum fyrir meðbyr og ætlum að nýta okkur það. Við sögðum það fyrir nokrum dögum að þetta er líka undir okkur komið hvernig við myndum stemningu.
Við ætlumst þess af okkur að ná í þrjá punkta en vitum að það verður virkilega erfitt. Þeir (Slóvakar) ætla að byggja á Bosníuleikinn og ná í 3 stig hingað,“ segir Aron.
Aron er sjálfur í góðu standi þó nokkuð sé liðið frá því tímabilinu með Al Arabi lauk.
„Ég er búinn að vera að æfa með Þór og FH og flakka um til að halda mér gangandi. Því eldri sem maður er því meiri tíma þarf maður til að halda sér við. Ég er meðvitaður um það.“