Alfreð Finnbogason er klár í leik Íslands og Slóvakíu annað kvöld og sömuleiðis Jón Dagur Þorsteinsson.
Þetta sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á blaðamannafundir í Laugardal í dag.
Margir hafa velt fyrir sér hvort Alfreð geti byrjað í fremstu víglínu á morgun.
„Alfreð er klár í að byrja, hann hefur æft síðustu tvo daga á fullu. Hann hefur verið með af hluta frá byrjun, hann er í góðu formi,“ segir Hareide.
Jón Dagur, leikmaður Leuven í Belgíu, er einnig klár.
„Hann virðist vera í lagi, hann fékk mikla hvíld. Belgíska deildin er skrýtin því liðin í neðri hlutanum spila minna.“