West Ham hefur hafnað tilboði frá Arsenal í miðjumanninn, Declan Rice. Frá þessu greina enskir miðlar.
Arsenal ætlar sér að krækja í Rice í sumar en ljóst er að félagið þarf að hækka tilboð sitt.
Búist er við að Arsenal muni fara nálægt 100 milljónum punda að lokum en fyrsta tilboðið var nokkuð lægra.
Fleiri lið hafa viljað Rice en hann er sagður spenntur fyrir verkefninu hjá Arsenal.
West Ham hefur sett rúmlega 100 milljóna punda verðmiða á Rice sem Arsenal þarf að nálgast svo tilboð verði samþykkt.
BREAKING: #WHUFC have rejected an opening offer from #AFC for Declan Rice.
Arsenal had indicated they are willing to meet the asking price of over £100m but their initial bid is believed to be much lower.
– talkSPORT sources understand
📲 Listen ☞ https://t.co/VJgUHnqdM1 pic.twitter.com/jNr579iBdy
— talkSPORT (@talkSPORT) June 15, 2023