Manchester City er byrjað að skoða þann kost að fá Declan Rice miðjumann West Ham. The Athletic segir frá.
West Ham hafnaði fyrsta tilboði Arsenal í Rice og City virðist ætla að blanda sér í baráttuna.
Rice er eftirsóttur biti en Arsenal hefur leitt kapphlaupið hingað til.
Áhugi frá Manchester City gæti hins vegar breytt stöðunni en Ilkay Gundogan er mögulega á förum og vill Pep Guardiola fá inn mann í hans stað.
West Ham ætlar sér að fá um 100 milljónir punda fyrir Rice en fyrsta tilboð Arsenal var ansi langt frá því samkvæmt fréttum.