Leicester vill fá Enzo Maresca sem næsta knattspyrnustjóra sinn.
Maresca er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City sem stendur og hefur heillað þar. Hann hefur einnig verið aðalþjálfari Parma á Ítalíu.
Viðræður eru farnar af stað og ganga þær vel að sögn enskra miðla.
Leicester hefur einnig rætt við aðra stjóra og kemur Dean Smith til að mynda til greina. Hann stýrði Leicester til bráðabirgða í ensku úrvalsdeildinni í vor en tókst ekki að bjarga þeim frá falli.
Maresca var einnig eftirsóttur af Southampton en hann hafnaði því að taka við liðinu.