Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth eru allir að koma inn í nýjan eigendahóp Leeds United. Frá þessu segir Fowler.
Mennirnir þrír eru meðal frægustu golfara í heimi í dag og hafa allir þénað mikla peninga.
49ers Enterprises er að taka yfir Leeds en yfirtakan hefur lengi legið í loftinu og ferlið er nú í fullum gangi.
„Það er frábært að fá þetta tækifæri, við erum að skoða þetta. Það væri gaman ef við fáum að taka þátt í þessu,“ segir Fowler.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili og leikur því í næst efstu deild á næsta ári.