Rudi Garcia er tekinn við sem stjóri Ítalíumeistara Napoli. Félagið staðfesti þetta í kvöld.
Hann tekur við af Luciano Spalletti sem yfirgaf Napoli eftir frábæra síðustu leiktíð, þar sem liðið rúllaði yfir Serie A og vann sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í 33 ár.
Nú er Frakkinn Garcia tekinn við, en hann var síðast við stjórnvölinn hjá Al-Nassr, sem er auðvitað með Cristiano Ronaldo innanborðs.
Garcia hefur einnig stýrt félgögum eins og Marseille, Lyon og Roma.
✍️ Rudi García è il nuovo allenatore del Napoli!
Benvenuto Mister 👋 pic.twitter.com/aYjOVpGDP9— Official SSC Napoli (@sscnapoli) June 15, 2023